Klassískur hummus

Hummus og álegg

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 1 krukka kjúklingabaunir (3 ½ dl)
  • 2 msk vatn
  • 2 msk tahini
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1-2 hvítlauksrif, pressuð
  • ½ - 1 tsk salt
  • ¼ tsk cuminduft
  • cayenne pipar af hnífsoddi
  • 1-2 msk jómfrúar ólífuolía
  • 1 msk steinselja eða kóríander, smátt saxað

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman þar til silkimjúkt og kekklaust. Geymist í 5-7 daga í kæli í loftþéttu íláti. Ef þið notið baunir úr krukku passar hummusinn akkúrat í krukkuna!