Svartbauna hummus

Hummus og álegg

  • Auðvelt
  • Svart bauna Hummus
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Svartbauna hummus er frábært álegg á brauð, hrökkbrauð eða inn í vefjur. Líka gott að nota sem ídýfu með niðurskornu grænmeti.
Við notum ítölsku lífrænu og kaldpressuðu ólífuolíuna okkar í hummusinn. 


  • 300g soðnar svartar baunir
  • 25g ferskur kóríander
  • 3 msk sítrónusafi
  • 2 msk tahini
  • 2 msk kaldpressuð ólífuolía
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 1 msk smátt saxaður jalapeno, eða eftir smekk
  • ¾ tsk cuminduft
  • 1 tsk sjávarsaltflögur

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman.

Frábært sem ídýfa eða hummus.