Kryddjurta og sítrushummus

Hummus og álegg

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Hér höfum við uppskrift að kryddjurta- og sítrushummus þar sem við notum möndlusmjör í staðinn fyrir tahini, og bætum ferskum kryddjurtum í mixið og skvettum vel af sítrónusafa út í. 
 • 1 krukka forsoðnar kjúklingabaunir (3 ½ dl soðnar baunir)
 • 2 msk möndlusmjör
 • ½ - ⅔ dl sítrónusafi*
 • ½ dl jómfrúar ólífuolía
 • 2 marin hvítlauksrif
 • ½ tsk sjávarsalt
 • 1 tsk timjan (ferskt eða þurrkað)
 • 1 hnefi ferskur kóríander (eða basilíka)

Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt.  
*Snjallt er að setja fyrst ½ dl af sítrónusafa og smakka, sumum gæti þótt ⅔ dl helst til mikið af því góða.