Fyrirsagnalisti
Þessir hálfmánar eru rosalega góðir. Flottur aðalréttur með salati og góðu spicy mayo, en líka handhægir í nesti eða lautarferð. Fyrir þá sem eru að flýta sér má kaupa tilbúið pizzadeig eða bökudeig, en það er samt ekkert mál að útbúa sitt eigið eftir uppskriftinni hér.
Hvort sem þið eigið grænkál úti í garði, eða fáið falleg búnt í búðinni, þá er þetta pestó virkilega ljúffeng leið til að njóta þessa næringarríka káls út í ystu æsar. T.d. frábært álegg, út á salöt, pasta, pizzur.
.
Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.