Ostakex

Brauð og bakstur

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

  • 150g spelt
  • 50 g sesamfræ
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk gróft sinnep
  • 50g rifinn ostur (t.d. vegan ostur)
  • 2 msk rifinn parmesan (t.d. vegan)
  • 60 ml ólífuolía
    1 tsk chiafræ
    bleytt í 2 tsk vatni (eða 1 eggjarauða)
  • safi úr ½ sítrónu
  • smá sesamfræ

Setjið spelt, sesamfræ, salt, sinnep og ost í matvinnsluvél og blandið. Bætið olíunni útí og blandið þar til deigið verður eins og fín brauðmylsna. Blandið sítrónusafa og útbleyttum chia fræjum (eða eggjarauðu) í skál og hellið svo rólega út í deigið með matvinnsluvélina í gangi. Hættið að blanda þegar deigið byrjar að hnoðast saman. Stráið spelti á borð og hnoðið deigið í bolta. Fletjið út með kökukefli í ca. ½ cm þykkt. Penslið með smá olíu (eða eggjahvítu), stráið sesamfræjum yfir og skerið svo í bita. Bakið á bökunarpappír við 200°C í um 10 mín. Gerir 30-40 kex.