Kókoskúlur með haframjöli

Orkustykki Sælgæti

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 1 dl haframjöl
 • ½ dl kókosmjöl + auka til að velta kúlunum upp úr
 • 1 poki döðlur (225g)
 • 3 msk kakó
 • 2-3 msk kókosolía
 • 1 tsk vanilluduft eða ½ tsk appelsínudropar
 • nokkur korn sjávarsalt
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Mótið kúlur og veltið uppúr kókosmjöli, haframjöli eða kakódufti. Geymast vel í kæli í loftþéttu íláti.