Hafra- og appelsínustykki

Nesti Orkustykki Vor

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 1 poki döðlur
 • 1 ½ dl haframjöl
 • 1 dl kókosmjöl
 • ½ appelsína (lífræn)
 • 1 msk rifið appelsínuhýði
 • 1 msk chiafræ
 • 1 msk kakóduft
 • 1 tsk kanill
 • sjávarsalt af hnífsoddi (má sleppa)

Skerið döðlurnar fyrst í litla bita. Ef þær eru þurrar er gott að leggja þær í bleyti í 10 mín. Notið fínt rifjárn til að raspa hýðið af appelsínunni og takið síðan hýðið af og notið helminginn af appelsínunni (skerið í bita). Allt er sett í matvinnsluvél og blandað þar til þetta verður að klístruðu deigi. Mótið svo stangir eða kúlur, og setjið svo inn í frysti eða kæli til að láta stífna. Stykkin geymast best í kæli eða frysti.