Grænmetis fræ kex

Brauð og bakstur

 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 2 dl hörfræ, lögð í bleyti í 4 dl af vatni í 2-4 klst
 • 2 dl hrat af grænmetis eða ávaxtasafa
 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 tsk salt
 • 2 msk af kryddi að eigin vali (t.d. karrí, timian, hvítlaukur, wasabi, chili)

Allt sett í hrærivél og hrært saman. Með því að nota litla ískúluskeið mótið þið kúlur sem flattar eru út og setjið á smjörpappír. Bakið við 180°C í 12 mín, snúið kexinu við og haldið áfram að baka í 12 mín eða þar til það er orðið gyllt og fallegt. Geymist í loftþéttu íláti í um 1 mánuð.