Gróft glóbrauð

Brauð og bakstur

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

 • 2 ½ dl gróft spelt
 • 2 ½ dl fínt spelt
 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl graskerjafræ
 • 1 msk vínsteinslyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 1 msk hlynsíróp (eða hunang)
 • 2 dl vatn
 • 1 msk sítrónusafi

Hitið ofninn í 180°C, blandið þurrefnunum saman í skál, hellið vatni og sítrónusafa og sírópi út í og hrærið þessu saman. Setjið deigið í meðalstórt smurt form. Bakið við 180°C í um 30 mín, takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 10 mín. Það er gott að setja allskonar hnetur og fræ útí, ásamt sólþurrkuðum tómötum, ólífum, hvítlauk, gojiberjum eða því sem þig langar mest í.