Rúgbrauð

Brauð og bakstur

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

 • 2 dl rúgmjöl
 • 2 ½ dl spelt
 • 1 msk. vínsteinslyftiduft,
 • ½ tsk. salt
 • 1 dl fínt saxaðar fíkjur eða aðrir þurrkaðir ávextir,
 • 2 ½ dl sojajógúrt eða annar vökvi (t.d. ab-mjólk)
 • smá sesamfræ eða rúgmjöl til að strá inn í formið

Hitið ofninn í 180°C. Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið fíkjunum útí og loks vökvanum. Smyrjið brauðform með smá olíu og stráið sesamfræjum eða rúgmjöli innan í það svo að brauðið festist síður við. Bakið brauðið við 180°C í 35-40 mín. Þegar þið takið brauðið úr forminu er gott að vefja blautu stykki utanum svo að það mýkist. Úr þessari uppskrift fáið þið eitt lítið brauð en eitt stórt ef þið tvöfaldið hana. Hrærið sem minnst í deiginu svo að það verði létt í sér.