Kjúklingabauna snakk

Snakk

 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessar krydduðu kjúklingabaunir er frábært að nota á svipaðan hátt og brauðteninga í salöt og út á súpur. Snakkið er skemmtilegt undir tönn og góður próteingjafi í máltíðina. Líka fínt snakk milli mála. 

 • 2 krukkur kjúklingabaunir
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 tsk hvítlauksduft
 • 1 tsk laukduft
 • 1 tsk paprikuduft
 • ¼ tsk túrmerik (má sleppa)
 • cayenne pipar af hnífsoddi (eða meira fyrir sterkara bragð)
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 2 msk kókosolía
Skolið baunirnar í sigti. Gott er að breiða út viskastykki á borði, setja baunirnar á og rúlla aðeins til að losa lausustu skinnin frá. Setjið olíu, sítrónusafa og krydd í rúmgóða skál og veltið svo baununum uppúr blöndunni. Setjið kryddaðar baunirnar á ofnplötu með bökunarpappír og dreifið vel úr. Bakið við 190°C - 200°C í 25 - 35 mínútur. Fylgist með og hrærið í öðru hvoru. Ef baunirnar virðast vera nálægt því að brenna er gott að lækka aðeins hitann svo hægt sé að hafa þær inni nógu lengi. Takið plötuna út og leyfið að kólna. Snakkið geymist í u.þ.b. viku í loftþéttu íláti í kæli. (Passar vel að setja hreinar glerkrukkur undan kjúklingabaunum).