Hnetusmjörskúlur

Orkustykki Sælgæti

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 2 dl hnetur, (kasjú- eða hesli- eða valhnetur, eða möndlur)
  • 2 dl kókosmjöl
  • 4 dl döðlur
  • 1 dl lífrænt hnetusmjör
  • 3 msk hreint kakóduft
  • 1 msk rifinn appelsínubörkur eða tsk appelsínudropar (eða aðrir góðir dropar)

Malið hneturnar í matvinnsluvél og bætið restinni af hráefninu út í. Smakkið deigið, ef þið viljið hafa það sætara má bæta fleiri döðlum út í, eða örfáum dropum af steviu. Mótið litlar kúlur og geymið í kæli eða frysti.