Orkukúlur
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
Uppskrift
Þessar einföldu orkukúlur eru frábært nesti í útivistina. Þær eru líka upplagt nammi og virkilega ljúffengar með kaffinu.
- 1 poki döðlur (225g)
- 2 ½ dl pekanhnetur (150g)
- 3 msk hreint kakóduft
- 1 msk kókosolía
- ½ tsk vanilla
- sjávarsalt af hnífsoddi
- 1 msk chiafræ
- (1 msk vatn ef þarf)
Ef döðlurnar eru þurrar borgar sig að leggja þær í bleyti í um 10-15 mín.
Byrjið á að skera döðlurnar í litla bita.
Setjið síðan allt nema chiafræin (og vatnið) í matvinnsluvél og blandið þar til þetta verður að klístruðu deigi.
Bætið þá chiafræjum út í og blandið stutt.
Ef deigið klístrast ekki nógu vel saman má setja smá vatn (1 msk) út í til að hjálpa til.
Mótið nú kúlur. Það má velta kúlunum upp úr chiafræjum, hempfræjum, kókosmjöli, eða öðru góðgæti ef vill, en þarf ekki.
Þær geymast best í kæli eða frysti.