Hafra- og bláberjastykki

Nesti Orkustykki

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 1 bolli döðlur
 • ¼ bolli kakónibbur
 • ¼ bolli valhnetur
 • ¼ bolli möndlur
 • ¼ bolli hempfræ eða hempprótein
 • ¼ bolli sesamfræ
 • ¼ bolli lífrænt kakóduft
 • 1 msk rifið appelsínuhýði
 • 1 msk appelsínusafi
 • ½ - 1 bolli tröllahafrar eða haframjöl
 • ½ bolli bláber (mega vera frosin)

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Þjappið niður í ferkantað form, hafið um 1 ½ cm þykkt og setjið í frysti í 1 klst. Skerið síðan í passlega stórar orkustangir. Þær geymast best í kæli eða frysti. Þessar má líka baka í bakaraofni, 10 mín við 180°C.