Greinar
Fyrirsagnalisti
Ber úr garðinum
Nú fer hver að verða síðastur að nýta öll dásamlegu berin á berjarunnunum í garðinum. Rifsber, sólber, stikilsber, hindber og jarðaber eru allt dásamleg ber sem margir rækta í sínum eigin görðum á Íslandi. Þessi ber eru tilvalin í sultur, berjabökur og smoothie skálar, og svo er gott að frysta hluta af þeim til að eiga í hristinga og bökur seinna í vetur.
Himnesk hörfræolía
Beint frá sveitabænum Nyborggård á Vestur-Jótlandi í Danmörku.
Á bænum Nyborggård búa Søren og Vibeke Jensen ásamt börnum sínum tveim. Þar stunda þau lífrænan búskap og rækta hörfræ, hampfræ og repju.
Baunir
Baunir eru hagkvæmur próteingjafi, trefjaríkar, seðjandi og afar ljúffengar. Hér eru góðar leiðbeiningar og uppskriftir.
Morgungrautar hlaðborð
Að borða morgungraut saman, þegar tími gefst til, getur verið fín samverustund áður en allir halda út í daginn sitt í hvora áttina. En ekki hafa allir sama smekk. Sumum finnst einfaldleikinn bestur og vilja helst bara hefðbundinn hafragraut með mjólk og kanil, á meðan aðrir vilja alltaf vera að prófa eitthvað nýtt og spennandi.
- Fyrri síða
- Næsta síða