Ber úr garðinum

  • Rifsber Sólber Jarðaber sulta úr garðinum

Nú fer hver að verða síðastur að nýta öll dásamlegu berin á berjarunnunum í garðinum.  Rifsber, sólber, stikilsber, hindber og jarðaber eru allt dásamleg ber sem margir rækta í sínum eigin görðum á Íslandi. Þessi ber eru tilvalin í sultur, berjabökur og smoothie skálar, og svo er gott að frysta hluta af þeim til að eiga í hristinga og bökur seinna í vetur.


Hér á uppskriftavefnum okkar er samansafn af ýmsum góðum berjauppskriftum, undir Árstíðirnar-Haust . Við bætum reglulega við nýjum uppskriftum, til að gefa ykkur innblástur.

Við notum oftast minna magn sykurs í uppskriftirnar okkar en venjan er. Okkur finnst bragðið af berjunum njóta sín svo vel þannig. Við notum krydd eins og kanil, vanillu og engifer til að gefa gott bragð og minnka sykurþörfina. Og það kemur fyrir að við veljum döðlur eða aðra þurrkaða ávexti í staðinn fyrir sykur. Hér áður fyrr var hátt hlutfall sykurs mjög gagnlegt til að auka geymsluþolið, en nú til dags hafa flestir aðgang að frysti og því er raunhæfur valkostur að minnka sykurmagnið í sultum og saft alveg heilan helling. Gott er að muna að sykurminni sultur hafa styttra geymsluþol. Því er upplagt að frysta hluta af sultunni, eða sulta minni skammta í einu og útbúa svo aftur sultu úr frystum berjum síðar.

Bláber og krækiber sjá uppskriftir hér:
Berjamó

Uppskriftir - berin úr garðinum

Sólber

Sólberjaskál
Sólberjasulta
Krydduð sólberjasulta
Sólberja og bláberjasulta    

Sólberjakökur með hvítu súkkulaði


Rifsber

Rifsberjahlaup

Jarðaber

Jarðaberja baka

Blönduð ber

Berjabaka með þínum berjum