Árstíðirnar


Rósakál með möndluflögum

Salöt og grænmeti

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 200g rósakál, skorið i tvennt
 • 2 msk kókosolía
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk paprikuduft
 • ¼ tsk chili flögur
 • nýmalaður svartur pipar
 • ofan á:
 • 50g möndluflögur, þurrristaðar á pönnu

Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og nuddið rósakálið með kókosolíunni og kryddinu og bakið við 200°C í 10 mín. Setjið í skál með möndluflögum og berið fram.