Súkkulaðismákökur með karamellu
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
Deigið
- 1 dl kókosolía
- 3 dl kókospálmasykur
- 2 dl kókosmjólk eða önnur jurtamjólk
- 1 dl kakóduft
- ¼ tsk sjávarsalt
- 1 tsk hjartasalt
- 5 dl spelt (fínt og gróft til helminga)
- 100 g dökkt súkkulaði, saxað (eða prófið að nota gula karamellu súkkulaðið - það er svakalega gott í þessa uppskrift!)
Setjið kókosolíu, kókospálmasykur og kókosmjólk í hrærivél, bætið restinni af uppskriftinni útí og klárið að hnoða deigið saman. Gott að láta hvíla inn í ísskáp í 20-30 mín, jafnvel lengur.
Sölt karamella
- 3 msk möndlusmjör
- ⅓ dl kókosolía
- ½ dl sæta, t.d. hlynsíróp
- 1 tsk sjávarsalt
Allt sett í blandara og blandað vel saman, sett í krukku og inn í ísskáp í 15 mín til að láta stífna.
Aðferð
Þegar smákökudeigið er orðið aðeins stíft er auðvelt að móta pulsu úr deiginu og skera svo litlar kökur niður og setja á bökunarpappír. (Kökurnar eru betri litlar). Ýtið með þumlinum í miðjuna á hverri köku svo að myndist dæld í miðjuna, setjið doppu af karamellu ofan í dældina. Bakið við 190°C í 8-10 mín. Látið kólna á grind, þá verða þær stökkar og góðar. Kökurnar eru bestar örlítið volgar og nýbakaðar.
Ef þið viljið hafa smákökurnar glútenlausar notið þið 4 ½ dl glútenlausa mjölblöndu og ½ dl möluð chiafræ í staðin fyrir speltið.