Límónuterta

Kökur

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Avókadó leikur aðalhlutverkið í þessari einföldu en dásamlega bragðgóðu böku sem kemur alltaf á óvart og slær í gegn!

 • Botn
 • 2 dl möndlur
 • 2 ½ dl döðlur
 • 1 tsk vanilla
 • smá sjávarsalt
 • Fylling
 • 4 avókadó (vel þroskuð)
 • 1 ¼ dl límónusafi
 • 1 ¼ dl hlynsíróp 
 • ½ dl límónuhýði
 • 1 tsk vanilla
 • smá sjávarsaltflögur
 • Karamella
 • ⅔ dl hlynsíróp
 • ⅓ dl kókosolía
 • 2 msk möndlusmjör
 • ½ - ¾ tsk sjávarsaltflögur

Botninn
Setjið möndlurnar í matvinnsluvélina og malið svona milli gróft.
Bætið restinni af uppskriftinni út í og blandið þar til þetta klístrast vel saman. 
Þrýstið niður í form og setjið inn í frysti á meðan þið búið til fyllinguna.


Fyllingin
Afhýðið avókadóin og skerið í bita.
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt.
Hellið fyllingunni yfir botninn setjið inn í kæli í 2-3 klst eða í frysti í 1 klst. 


Karamellan
Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt og kekklaust.
Skvettið karamellunni yfir og setjið inn í frysti í 5-10 mín.   

Gott er að leyfa tertunni að mýkjast aðeins áður en hún er borin fram, t.d. gott að taka úr frysti u.þ.b. hálftíma áður en á að njóta.