Súkkulaðihúðuð mórber
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
- 1 poki mórber
- 1 dl kókosolía
- 1 dl kakóduft
- ½ dl hlynsíróp EÐA 10 dropar af stevia ef þið viljið sykurlaust
Hrærið öllu saman í skál. Bætið mórberjunum út í súkkulaði blönduna og veiðið þau svo aftur uppúr með skeið og leggið þau á bökunarpappír. Látið storkna inni í frysti í u.þ.b. 10 mínútur á bökunarpappírnum. Súkkulaðiberin geymast í kæli.