Árstíðirnar


Hafra- og heslihnetukökur

Smákökur Vetur

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Ljúffengar haframjöls-smákökur með heslihnetum og súkkulaðibitum. Ekta aðventukökur.

  • 4 ½ dl lífrænt haframjöl, sett í matvinnsluvél og malað
  • 2 dl kókospálmasykur
  • bindiefni: 1 vegan egg EÐA 2 msk möluð chiafræ + 3 msk vatn
  • 2 ½ msk kókosolía
  • 100g heslihnetur, saxaðar
  • 1 tsk vanilluduft eða dropar
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • nokkur chilikorn ef vill
  • 100g saxað 71% súkkulaði (fairtrade)

Ef þið notið möluð chiafræ og vatn sem bindiefni er best að byrja á að hræra það saman (2 msk möluð chiafræ + 3 msk vatn). Sleppið ef þið notið annarskonar bindingu eins og t.d. 1 vegan egg.

Setjið haframjölið í matvinnsluvél og malið í frekar fínt mjöl.

Bætið restinni af uppskriftinni (fyrir utan súkkulaðið) í matvinnsluvélina og látið hrærast saman. Bætið súkkulaðibitunum í deigið og ýtið á "pulse" takkann til að blanda saman án þess að súkkulaðið verði of smátt.

Rúllið í tvær lengjur ("pulsur"), pakkið inn og geymið í kæli til að stífna, t.d. yfir nótt, eða í 3-4 klst.

Forhitið ofninn í 175°C. 

Skerið í ½ cm þykkar skífur og leggið á bökunarpappír á ofnskúffu. Bakið í 10-12 mínútur við 175°C - 180°C, fylgist með að þær dökkni ekki um of.

Takið ofnplötuna út og látið kökurnar standa á plötunni í 5 mín til að kólna. Látið kólna alveg áður en kökurnar eru settar í box/krukkur til geymslu.

Njótið í góðum félagsskap.