Bleikur berjaís
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
- 4 dl frosin ber, t.d. bláber, jarðarber, hindber...
- 2 bananar
- 1 msk hlynsíróp
Setjið allt hráefnið í kröftugan blandara eða matvinnsluvél og látið ganga þar til blandan er alveg silkimjúk og kekkjalaus. Setjið hana í kæli í 30 mínútur og síðan annað hvort í ísvél (og fylgið leiðbeiningunum með vélinni) eða í sílíkonform og frystið. Ef þið notið sílíkonform en ekki ísvél er gott að hræra í blöndunni annað veifið á meðan hún er að frjósa. Það er upplagt að nota þessa blöndu í íspinnaform.
Sælkerar geta brætt svolítið dökkt lífrænt súkkulaði til að hella út á, ásamt nokkrum söxuðum möndlum.