Orkukúlur

Orkustykki

  • Auðvelt
  • orkukúlur með hnetusmjöri

Uppskrift

Þessar kúlur með haframjöli og hnetusmjöri er gott að geyma í kælinum og næla sér svo í eina og eina með kaffinu.

  • 2 dl haframjöl 
  • 1 dl hnetusmjör 
  • ½ dl síróp 
  • 2 msk vanilluprótein duft  
  • 35g saxað dökkt súkkulaði

Hrærið öllu saman í skál. 

Mótið kúlur.

Hægt er að velta kúlunum upp úr fræjum, kakódufti eða kókosmjöli ef vill.

Sniðugt er að geyma kúlurnar í kæli.