Rifsberjahlaup

Haust Sultur

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 750g rifsber (með stilkum og grænum berjum)
  • 250g lífrænn hrásykur eða kókospálmasykur

Hafið tilbúnar tandurhreinar krukkur og lok. Sumum finnst gott að hella sjóðandi vatni í krukkurnar og hafa þær heitar þegar rifsberjahlaupið er tilbúið.

Skolið rifsberin. Setjið berin og stilkana í stóran pott og merjið aðeins berin og hrærið í á meðan berin malla í u.þ.b. 10 mínútur. Sigtið nú vökvann frá og látið hann aftur í pottinn ásamt sykrinum. Látið sjóða í u.þ.b. 5 mínútur. Hellið á tandurhreinar krukkur. Það getur tekið hlaupið nokkra daga að stífna almennilega.

Athugið að í þessa uppskrift er notað minna magn af sykri en í hefðbundið hlaup. Þetta hlaup er ekki jafn sætt og ekki jafn stíft og klassískt hindberjahlaup.