Súkkulaði bollakökur

Kökur Muffins

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Bollakökur

  • 2 dl döðlur
  • ¼ dl vatn
  • 1 tsk sítrónusafi
  • ½ dl kókosolía, fljótandi
  • 1½ tsk vanilluduft
  • ⅛ tsk sjávarsalt
  • 3 dl möndlur, malaðar eða möndlumjöl (eða hrat eftir möndlumjólkurgerð)
  • 1 dl kókosmjöl, fínmalaði í kaffi/kryddkvörn
  • 1 dl kakóduft

Maukið döðlur, vatn og sítrónusafa saman í matvinnsluvél þar til úr verður silkimjúkt döðlumauk. 
Setjið döðlumauk, kókosolíu, vanillu og salt í matvinnsluvél (má nota hrærivél) og blandið vel saman. Malið möndlurnar og kókosmjölið (í sitthvoru lagi) í kryddkvörn eða matvinnsluvél. Bætið þessu út í deigið ásamt kakódufti og blandið vel saman. Ef deigið er of blautt má bæta smávegis meira mjöli út í, ef það er of þurrt má bæta meira döðlumauki/kókosolíu út í.
Setjið í 6 - 8 muffinsform og leyfið að stífna í ísskápnum á meðan kremið er útbúið.

Súkkulaðikrem

  • 4 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
  • 1½ - 2 dl jurtamjólk (t.d. heimagerð möndlumjólk eða jurtamjólk úr fernu)
  • 1 dl hlynsíróp
  • 2½ dl kakóduft
  • 1½ dl kókosolía, fljótandi
  • ½ dl kakósmjör, fljótandi
  • 1½ msk chiafræ, möluð
  • ⅛ tsk sjávarsalt

Setjið kasjúhnetur, jurtamjólk, kakóduft og hlynsíróp í blandara og látið hann ganga þar til kremið er alveg silkimjúkt og kekkjalaust. Bræðið kókosolíu og kakósmjör yfir vatnsbaði og bætið svo út í kremið ásamt möluðum chiafræjum og salti og ljúkið við að blanda. Setjið kremið í ísskáp í 2-3 klst og látið það stífna. Notið sprautupoka með skemmtilegum stút til að skreyta kökurnar.