Bláberjaís
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
- 3 dl bláber - fersk eða frosin
- 3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
- 3 dl kókosmjólk
- 1 dl kókosolía
- 1 dl hlynsíróp
- 1 msk sítrónusafi
- 1 msk lesitín duft (má sleppa og nota kókosolíu í staðinn, ef þið eigið ekki lesitín)
- 1/8 tsk sjávarsalt
Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara og látið ganga þar til þetta er orðið að sléttum og flottum ísmassa. Setjið í kæli. Ef þið eigið ísvél, hellið þá massanum í ísvélina og fylgið leiðbeiningunum. Einnig er hægt að setja blönduna í form og svo í frysti. Ísinn er tilbúinn eftir 5-6 klst. og það er gott að hræra í honum á svona klukkutíma fresti svo að áferðin verði góð.