Límónuís

Ís

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 2 ½ dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst (mikilvægt)
 • 1 dl límónusafi
 • ½ dl hlynsíróp
 • ½ dl kókosolía í fljótandi formi (látið krukkuna standa í skál með heitu vatni í smá stund)
 • 1 dl vatn (eða eins og þarf) 

Byrjið á að setja kasjúhnetur, límónusafa og síróp í blandarann og blandið vel, bætið kókosolíunni út í og blandið smástund í viðbót. Endið á að setja vatnið, notið eins mikið og ykkur finnst þið þurfa til að gera þetta að góðum ísmassa. Setjið annað hvort í ísvél (og fylgið leiðbeiningunum á vélinni), silikon múffuform eða í íspinnaform og frystið.