Austurlensk Laksa
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Þessa súpu er upplagt að búa til þegar þið þurfið að taka til í ísskápnum og eigið grænmeti sem þarf að fara að nýta. Galdurinn í þessari súpu gera sítrónugrasið og límónulaufin. Það er gott að eiga þau í frystinum svo ekki þurfi að fara aukaferð í búðina.
- 2 msk grænt curry paste
- 1 msk tómatpúrra
- 2 tsk grænmetiskraftur
- 2 hvítlauksrif
- 2 sítrónugrasstönglar
- 4 límónulauf
- 2 gulrætur, skornar í bita
- ½ - 1 blómkálshöfuð, skorið í bita
- 1 rauð paprika, skorin í bita
- 150g tófú, safinn pressaður úr því og skorið í teninga
- 200 ml tómatpassata
- 400ml möndlumjólk/kókosmjólk
- 4-600 ml vatn
- smá salt og nýmalaður svartur pipar
- ofan á ef vill:
- ristaðar kasjúhnetur
- ferskur kóríander
- smá ferskur chili
- minimaís
- baunaspírur
- ristaðar möndluflögur
Byrjið á að skera gulræturnar í þunnar þunnar sneiðar, blómkálið í passlega stóra munnbita og paprikuna í teninga. Kreistið vökvann úr tófúinu með því að vefja viskustykki utan um það og létt kreista og skerið það síðan í 2x2 cm teninga. Merjið breiða endann á sítrónugrasinu svo það gefi meira bragð í súpuna. Setjið allt í pott og látið suðuna koma upp og látið sjóða í 15-20 mín, smakkið til með salti og pipar.