Marokkóskur pottréttur
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Hráfæði: Nei
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Þennan marokkóska rétt má hvort heldur elda í hefðbundnum potti eða sérstökum tagine potti. Gott er að bera pottréttinn fram með soðnu kínóa eða cous-cous og sýrðum rjóma (t.d. sýrðum jurtarjóma).
- 2-3 msk ólífuolía
- 1 rauðlaukur
- 1-2 hvítlauksrif
- 2 cm engiferrót
- 1 msk harissamauk
- 2-3 tsk el ras hanu kryddblanda
- 1-2 msk tómatpúrra
- 2 sætar kartöflur
- 2 gulrætur
- 1 kúrbítur
- ½ - 1 blómkálshöfuð
- 4 dl maukaðir tómatar
- 5 lífrænar apríkósur
- 4 dl soðnar kjúklingabaunir
- smá sjávarsalt
- Ofan á:
- kjarnar úr 1 granatepli
- 2 msk steinselja, söxuð
- 2 msk minta, söxuð
- 2 msk apríkósur, saxaðar
Byrjið á að undirbúa grænmetið með því að afhýða lauk, hvítlauk og engifer og skera í litla bita. Afhýðið sætar kartöflur og gulrætur og skerið í litla bita. Skerið kúrbítinn og blómkálið í litla bita. Skerið apríkósurnar í fernt. Setjið tagine (eða pott) á helluna, setjið olíuna út á og hitið lauk og hvítlauk í smástund, bætið því sem eftir er af kryddinu út í og látið krauma í 2-3 mín. Bætið öllu nema soðnu kjúklingabaununum út í og látið malla í 40 mín við lágan hita, með lokið á. Setjið baunirnar út í síðustu 5 mín. Stráið kryddjurtum og aprikósum yfir. Berið fram með soðnu kínóa eða cous cous.