Regnbogaspaghetti
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Spaghetti úr grænmeti er bragðgóð leið til að auka hráa grænmetið á disknum hjá okkur. Hægt er að nota hvaða rótargrænmeti sem er. Einnig er einstaklega gott að nota kúrbít því áferðin á minnir á pasta undir tönn. Græna pestóið mýkir rótargrænmetið og gerir þennan rétt alveg uppáhalds.
- 1 rófa
- 1-2 gulrætur
- 1 rauðrófa
- 1 lítill kúrbítur
- 2 msk sítrónusafi
- 1 msk ólífuolía
Byrjið á að afhýða grænmetið og breyta í spaghetti með julienne peeler eða öðru töfratæki. Setjið “spaghettíið í skál og veltið upp úr sítrónusafa + ólífuolíu og látið standa smá stund til að mýkja grænmetið. Borið fram með grænu pestó.
Grænt pestó
- 1 búnt ferskt basil
- 2-3 grænkálsblöð
- 1 ¼ dl útbleyttar kasjúhnetur
- 1-2 msk næringarger*
- 1 stórt hvítlauksrif
- ¼ - ½ tsk sjávarsaltflögur
- ½ - ¾ dl kaldpressuð ólífuolía
Takið grænkálsblöðin af stilkinum og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af uppskriftinni og maukið saman.
*Næringarger er óvirkt ger sem notað er sem krydd. Það gefur góða dýpt og nokkurskonar ostakeim. Finnst í heilsuhillunum.