Thai curry
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
- 3 dl vatn
- 2 dl kókosmjólk
- 1 msk grænt karrý mauk
- 1 hvítlauksrif
- 2 cm biti fersk engiferrót
- 3-4 límónulauf
- 1 stöngull sítrónugras
- 2 gulrætur
- 1 blómkálshöfuð
- 1 rauð paprika
- 250g marinerað tofu - sjá uppskrift hér að neðan
- ½ tsk sjávarsalt
- 1 hnefi ferskur kóríander
- 100g soðnar aduki baunir
- 100g grænar belgbaunir
Sjóðið aduki baunir eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Skerið grænmetið í frekar litla bita. Setjið kókosmjólk, grænt karrý mauk, hvítlauk, engifer, límónulauf og sítrónugras í pott, hrærið í og látið suðuna koma upp. Bætið grænmeti út í og látið malla í um 10 mín eða þar til grænmetið er byrjað að mýkjast. Setjið soðar aduki baunir út í og leyfið að malla í 5 mínútur í viðbót. Klippið ferskan kóríander yfir og skreytið með grænum belgbaunum.
Marinerað tófú
- 250 gr stíft (firm) tófú
- 4 msk tamarisósa
- 3 msk sítrónusafi
- 2 msk engiferskot
- 1 msk ristuð sesamolía
- 1 tsk hvítlauksduft
Takið tófúið úr pakkanum, vefjið utan um það viskustykki og léttkreistið úr því vatnið, skerið það svo í litla bita um 1x1cm. Hristið saman tamarisósu, sítrónusafa, engifer, ristaða sesamolíu og hvítlauk og hellið yfir tófúið. Látið marinerast í um 1 klst.
Ps. Ef þið eigið afgangs tófu er sniðugt að skera það i bita og frysta. Áferðin verður jafnvel enn betri eftir veruna i frystinum.